Innlent

Fjöltækniskólinn kaupir Flugskóla Íslands

Mynd/Haraldur Jónasson

Flugskóli Íslands hefur verið keyptur af Fjöltækniskóla Íslands. Samningur þess efnis var undirritaður í dag. Fjöltækniskólinn hyggst reka Flugskólann áfram sem sjálfstæða rekstrareiningu en flytja starfsemi skólans í núverandi húsnæði Fjöltækniskólans og samnýta rekstrarúrræði eins og hægt er. Til stendur að breyta samþykktum Flugskólans þannig að hann samræmist samþykktum Fjöltækniskólans, þar sem reksturinn er í anda sjálfseignarstofnunar og arður af rekstri er nýttur til uppbyggingar skólans en ekki greiddur til eigenda.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×