Innlent

Engu slátrað í Búðardal

Dregið verður verulega úr rekstri Sláturhússins í Búðardal í haust og í vetur. Norðlenska, sem hefur rekið húsið síðan í fyrra hefur framselt leigusamning sinn við sveitarfélagið til Kaupfélags Skagfirðinga og þurfa bændu í Dalasýslu því að flytja fé til Sauðárkróks til slátrunar.

Viðamiklar endurbætur voru gerðar á sláturhúsinu fyrir tveimur árum og í fyrrasumar var það opnað á nýjan leik eftir tímabundna vinnslustöðvun en húsið hafði ekki starfsleyfi árið 2004. Það er sveitarfélagið í Dalabyggð sem á og rekur húsið. Í fyrra samdi sveitarfélagið við fyrirtækið Norðlenska um rekstur hússins og var um 15 þúsund skepnum slátrað þar síðasta haust og hátt í fjörtíu manns störfuðu þar. Snemma í þessum mánuði tilkynnti Norðlenska sveitastjórninni að fyrirtækið hefði framselt samning sinn til Kaupfélags Skagfirðinga, KS og á fundi hjá Svietarfélaginu í gær kom í ljós að KS hyggst ekki nýta húsið til slátrunar heldur munu starfa þar fimm starfsmenn við vinnslu á súpukjöti. Bændur í Dalabyggð þurfa því að flytja fé sitt til slátrunar til Sauðárkróks. Í svietarfélaginu furða menn sig nú á því hvernig KS hyggst standa undir slíkum rekstri því húsaleigan á sláturhúsinu er um 700 þúsund krónur á mánuði. Sigurjón Þórðarson, þingmanns Frjálslyndra, sagði í samtali við fréttastofu að nú velti menn fyrir sér hvort KS sé með loforð frá Framsókn í rassvasanum um að fá úthlutað fé úr úreldingasjóði ef þeir loka sláturhúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×