Innlent

Konur í fyrsta sinn meirihluti framhaldsskólakennara

MYND/GVA

Konur eru í fyrsta skipti meirihluti framhaldsskólakennara en þeim hefur fjölgað um átta prósentustig á fimm árum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Árið 2000 voru konur 44 prósent allra starfsmanna við kennslu en í nóvember í fyrra voru þær orðnar 52 prósent kennara.

Tölur Hagstofunnar staðfesta einnig að kennarastéttin er að eldast og er tæplega þriðjungur kennara á aldrinum 50 til 59 ára. Þá hefur brottfall úr kennarastéttinni minnkað á tímabilinu, en rúmlega 70 prósent nýútskrifaðra kennara fara að kenna strax að námi loknu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×