Sex leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld og þar voru Íslendingar í eldlínunni á nær öllum vígstöðvum eins og venjulega.
Magdeburg lagði Lubbecke 32-26, þar sem Þórir Ólafsson skoraði 4 mörk fyrir Lubbecke.
Logi Geirsson skoraði 5 mörk fyrir Lemgo þegar liðið lagði Dusseldorf á útivelli 34-32.
Einar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Minden og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 2 mörk þegar liðið steinlá á heimavelli fyrir Göppingn 22-33. Jaliesky Garcia skoraði einnig 2 mörk fyrir Göppingen.
Gylfi Gylfason skoraði 5 mörk fyrir Wilhelmshavener þegar liðið lá heima fyrir Gummersbach 35-37. Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk.
Grosswallstadt lagði Wetzlar 32-25 þar sem Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyrir Grosswallstadt og Einar Hólmgeirsson bætti við 4 mörkum.
Loks töpuðu nýliðar Balingen á heimavelli fyrir Nordhorn 25-29.