Sport

Landsliðið leikur sjö æfingaleiki fyrir HM

Guðjón Valur og félagar fá verðug verkefni í undirbúningi sínum fyrir HM
Guðjón Valur og félagar fá verðug verkefni í undirbúningi sínum fyrir HM Mynd/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur væntanlega sjö landsleiki í undirbúningi sínum fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári, en mikil eftirvænting ríkir nú þar í landi fyrir mótinu og aðgöngumiðar renna út eins og heitar lummur.

Liðið mætir Ungverjum í tveimur landsleikjum í Ungverjalandi í lok október, en ekkert verður af þáttöku þess í æfingamóti í Póllandi líkt og það fyrir EM í Sviss. Um miðjan nóvember fer liðið í æfingabúðir í Þýskalandi og í janúar tekur það þátt í æfingamótinu LK Cup í Danmörku þar sem Danir, Pólverjar og Norðmenn taka þátt.

Lokaleikir liðsins fyrir HM verða svo tveir æfingaleikir við Tékka hér heima í vikunni eftir mótið í Danmörku, en þá heldur liðið út til Magdeburg í Þýskalandi þar sem það mætir Áströlum í fyrsta leik á HM þann 20. janúar. Auk Ástrala eru Frakkar og Úkraínumenn með íslenska liðinu í riðli, en tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil. Gríðarlegur áhugi er fyrir heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og eru þegar tæplega 200 þúsund aðgöngumiðar seldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×