Innlent

17 ára piltur handtekinn með 100 grömm af kókaíni

Mynd/Teitur

Sautján ára piltur var handtekinn á Leifsstöð með 100 grömm af kókaíni falið innvortis. Þetta er í þriðja sinn á rúmri viku sem reynt er að smygla fíkniefnum til landsins með því að fela þau innvortis.

Pilturinn var að koma frá Amsterdam þegar hann var stöðvaður við reglubundið eftirlit. Við það vöknuðu grunsemdir um að hann væri með fíkniefni og var hann því sendur í röntgenmyndatöku. Þá kom í ljós að hann hafði komið um 100 grömmum af kókaíni fyrir í endaþarmi sínum. Þar sem drengurinn er ekki lögráða var barnaverndaryfirvöldum gert grein fyrir málinu. Hann má þó eiga von á að réttað verði yfir honum sem fullorðnum. Málið er nú rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík.

Þetta er í þriðja handtakan á rúmri viku þar sem reunt hefur verið að smygla inn fíkniefnum til landsins með því að fela þau innvortis. Á mánudag í síðustu viku var einn maður handtekinn með um 500 grömm af kókaíni innvortis og á fimmtudag var síðan maður handtekinn en sá hafði gleypt um hálft kíló af hassi. Í samtali við fréttastofu sagði Jóhannes R. Benediktssonsýslumaður á Keflavíkurflugvelli það mjög óvenjulegt að svo margir séu handteknir á svo stuttum tíma. Hann segir tollgæsluna stöðva um 4-600 manns á hverju ári við hefðbundið eftirlit og aðeins þeir sem grunur leikur á að séu að reyn að koma einhverju ólöglegu inn í landið séu sendir í röntgenmyndatökur eða ítarlegri leit. Jóhannes segir starfsmenn tollgæslunnar vera nærgætna og nefnir í því sambandi að á sex árum hefur embættinu aðeins borist tvær kvartanir vegna starfa sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×