Vill umræðu um nauðsyn leyniþjónustu 27. ágúst 2006 18:48 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. Björn Bjarnason hélt ræðu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar á fimmtudag þar sem hann gerði öryggis- og varmál að umtalsefni sínu. Benti hann á að talið væri að lífi óbreyttra borgara væri helst ógnað með hryðjuverkum í dag og að Íslendingar gætu ekki leyft sér þann munað að hunsa hryðjuverkahættuna. Því þyrfti að ræða hvort stofna ætti hér leyniþjónustu og hvernig það yrði gert ef um það næðist pólitísk samstaða. Umræður leyniþjónustu hér á landi eru ekki nýjar af nálinni en hafa hingað til aðallega farið fram undir öðrum formerkjum. Með nýsamþykktu frumvarpi um breytingar á lögreglulögum er gert ráð fyrir stofnun sérstakrar greiningardeildar sem ætlað er að leggja mat á hættu vegna hryðjuverka og skipulagðrar glæpastarfsemi. Stjórnarandstæðingar vildu sumir kalla það leyniþjónustu en ráðherra taldi það ekki réttnefni á þingi. Í sumar var svo kynnt skýrsla sérfræðinga frá Evrópusambandinu þar sem lagt var til að stofnuð yrði deild hjá Ríkislögreglustjóra sem hefði heimildir til hlerana og að njósna með það að markmiði og koma í veg fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi. Sú deild var þá nefnd þjóðaröryggisdeild en nú virðist ráðherra hafa stigið skrefi lengra og kallar hana fullum fetum leyniþjónustu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa séð nein rök fyrir stofnun leyniþjónustu hér á landi og að hann gjaldi varhug við slíkum hugmyndum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. Björn Bjarnason hélt ræðu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar á fimmtudag þar sem hann gerði öryggis- og varmál að umtalsefni sínu. Benti hann á að talið væri að lífi óbreyttra borgara væri helst ógnað með hryðjuverkum í dag og að Íslendingar gætu ekki leyft sér þann munað að hunsa hryðjuverkahættuna. Því þyrfti að ræða hvort stofna ætti hér leyniþjónustu og hvernig það yrði gert ef um það næðist pólitísk samstaða. Umræður leyniþjónustu hér á landi eru ekki nýjar af nálinni en hafa hingað til aðallega farið fram undir öðrum formerkjum. Með nýsamþykktu frumvarpi um breytingar á lögreglulögum er gert ráð fyrir stofnun sérstakrar greiningardeildar sem ætlað er að leggja mat á hættu vegna hryðjuverka og skipulagðrar glæpastarfsemi. Stjórnarandstæðingar vildu sumir kalla það leyniþjónustu en ráðherra taldi það ekki réttnefni á þingi. Í sumar var svo kynnt skýrsla sérfræðinga frá Evrópusambandinu þar sem lagt var til að stofnuð yrði deild hjá Ríkislögreglustjóra sem hefði heimildir til hlerana og að njósna með það að markmiði og koma í veg fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi. Sú deild var þá nefnd þjóðaröryggisdeild en nú virðist ráðherra hafa stigið skrefi lengra og kallar hana fullum fetum leyniþjónustu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa séð nein rök fyrir stofnun leyniþjónustu hér á landi og að hann gjaldi varhug við slíkum hugmyndum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum