Vill umræðu um nauðsyn leyniþjónustu 27. ágúst 2006 18:48 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. Björn Bjarnason hélt ræðu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar á fimmtudag þar sem hann gerði öryggis- og varmál að umtalsefni sínu. Benti hann á að talið væri að lífi óbreyttra borgara væri helst ógnað með hryðjuverkum í dag og að Íslendingar gætu ekki leyft sér þann munað að hunsa hryðjuverkahættuna. Því þyrfti að ræða hvort stofna ætti hér leyniþjónustu og hvernig það yrði gert ef um það næðist pólitísk samstaða. Umræður leyniþjónustu hér á landi eru ekki nýjar af nálinni en hafa hingað til aðallega farið fram undir öðrum formerkjum. Með nýsamþykktu frumvarpi um breytingar á lögreglulögum er gert ráð fyrir stofnun sérstakrar greiningardeildar sem ætlað er að leggja mat á hættu vegna hryðjuverka og skipulagðrar glæpastarfsemi. Stjórnarandstæðingar vildu sumir kalla það leyniþjónustu en ráðherra taldi það ekki réttnefni á þingi. Í sumar var svo kynnt skýrsla sérfræðinga frá Evrópusambandinu þar sem lagt var til að stofnuð yrði deild hjá Ríkislögreglustjóra sem hefði heimildir til hlerana og að njósna með það að markmiði og koma í veg fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi. Sú deild var þá nefnd þjóðaröryggisdeild en nú virðist ráðherra hafa stigið skrefi lengra og kallar hana fullum fetum leyniþjónustu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa séð nein rök fyrir stofnun leyniþjónustu hér á landi og að hann gjaldi varhug við slíkum hugmyndum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. Björn Bjarnason hélt ræðu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar á fimmtudag þar sem hann gerði öryggis- og varmál að umtalsefni sínu. Benti hann á að talið væri að lífi óbreyttra borgara væri helst ógnað með hryðjuverkum í dag og að Íslendingar gætu ekki leyft sér þann munað að hunsa hryðjuverkahættuna. Því þyrfti að ræða hvort stofna ætti hér leyniþjónustu og hvernig það yrði gert ef um það næðist pólitísk samstaða. Umræður leyniþjónustu hér á landi eru ekki nýjar af nálinni en hafa hingað til aðallega farið fram undir öðrum formerkjum. Með nýsamþykktu frumvarpi um breytingar á lögreglulögum er gert ráð fyrir stofnun sérstakrar greiningardeildar sem ætlað er að leggja mat á hættu vegna hryðjuverka og skipulagðrar glæpastarfsemi. Stjórnarandstæðingar vildu sumir kalla það leyniþjónustu en ráðherra taldi það ekki réttnefni á þingi. Í sumar var svo kynnt skýrsla sérfræðinga frá Evrópusambandinu þar sem lagt var til að stofnuð yrði deild hjá Ríkislögreglustjóra sem hefði heimildir til hlerana og að njósna með það að markmiði og koma í veg fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi. Sú deild var þá nefnd þjóðaröryggisdeild en nú virðist ráðherra hafa stigið skrefi lengra og kallar hana fullum fetum leyniþjónustu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa séð nein rök fyrir stofnun leyniþjónustu hér á landi og að hann gjaldi varhug við slíkum hugmyndum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira