Innlent

Maður lést í vinnuslysi

Karlmaður á fimmtugssaldri lést í gærdag þar sem hann var við vinnu á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins í Álfsnesi á Kjalarnesi. Maðurinn var þar við vinnu á stórum vörubíl, svokallaðri búkollu. Hann mun hafa verið að bakka að brekkubrún á svæðinu og farið aðeins of langt þannig að vörubíllinn rann fram af brúninni og valt niður bratta brekkuna. Það voru samstarfsmenn mannsins sem komu að honum látnum utan bílsins en ekki er ljóst hvort hann hafi kastast út úr honum eða reynt að stökkva út með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki verður greint frá nafni hins látna að svo stöddu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×