
Sport
Sigur hjá Viggó og félögum

Þýska úrvalsdeildin í handknattleik hófst í kvöld með einum leik. Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensburg unnu nokkuð öruggan sigur á Wetzlar á útivelli 32-25, eftir að vera yfir 18-11 í hálfleik. Róbert Sighvatsson kom ekki við sögu hjá Wetzlar í leiknum.