Framherjinn knái, Henrik Larsson hjá sænska liðinu Helsingborg, gæti átt yfir höfði sér lögreglukæru fyrir líkamsárás eftir að sannað þykir að hann hafi kýlt mótherja sinn í magann í bikarleik Helsingborg og Elfsborg í gær. Leikmaðurinn sem varð fyrir högginu þurfti að fara meiddur af velli í kjölfarið.
Sænski saksóknarinn sem hefur málið undir höndum segir að málið verði rannsakað frekar og bendir á að fara verði eftir sömu lögum og reglum á knattspyrnuvöllum eins og úti á götu og því verði að finna lausn á þessu máli hið snarasta.