Innlent

Grímur Atlason tók við embætti bæjarstjóra í Bolungarvík í gær

Mynd/Halldór Sveinbjörnsson

Grímur Atlason, nýráðin bæjarstjóri í Bolungarvík tók formlega við embætti í gærkvöldi. Hann segir fyrst á dagskrá að kynnast fólkinu í bæjarfélaginu.

Margir mættu til að taka á móti nýjum bæjarstjóra og var móttakann öll hin skemmtilegasta, mikið af skemmtiatriðum enda margs að fagna þar sem Ástarvika stendur einnig yfir í Bolungarvík.

Í starfssamningi Gríms kveður á um að ef bæjarstjóra tekst að fjölga íbúum Bolungarvíkur á kjörtímabilinu hljóti hann verðlaun að launum. Verðlaunin eru í formi launauppbótar en Grímur segir, fólksfjölgunina sjálfa vera aðal verðlaunin fyrir bæjarfélagið. Grímur hefur nú þegar með komu sinni fjölgað íbúum bæjarins um fjóra en segist ekki einn og sér getað fjölgað íbúum heldur geti hann með hjálp Bolvíkinga reynt að vinna að því marki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×