Innlent

Verðbólga 6,3%

Verðbólga á Íslandi mældist 6,3% á tímabilinu júlí 2005 til júlí síðast liðinn. Á þessu tólf mánaða tímabili var verðbólga á Íslandi nærri fjórum prósentustigum hærri en meðaltalið á Evrópska efnahagssvæðinu, þar sem hún var að meðaltali 2,3 prósent á sama tímabili.

Þá er verðbólgan hér á landi töluvert hærri en í Bandaríkjunum, þar sem hún mældist 4% á tímabilinu júlí 2005 til júlí 2006. Hún er einnig hærri en verðbólga í Slóvakíu, Eistlandi, Litháen og Spáni. Verðbólga á hinum Norðurlöndunum eru langtum lægri en á Íslandi. Hún var 2,3% í Noregi, 2% í Danmörku, 1,8% í Svíþjóð og 1,4% í Finnlandi.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×