Innlent

Skarst á kviðarholi

Sjómaður um borð í íslenskum togara skarst á kviðarholi á sjöunda tímanum í gærkvöldi, þegar togarinn var að veiðum á Halamiðum, út af Vestfjörðum.

Eftir samráð skipstjórans og læknis á Ísafirði var ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti sjómanninn á haf út, og flutti hann á Slysadeild Landsspítalans, þar sem lent var um klukkan tíu. Maðurinn gekkst þegar undir aðgerð og mun ekki vera í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×