Erlent

Ráðið niðurlögum skógarelda á Spáni

Mynd/AP
Slökkviliðsmönnum í Galasíu á norð-vestur Spáni hefur tekist að ráða niðurlögum skógerelda sem hafa logað þar á stóru svæði síðasta hálfa mánuðinn. Talið er að sjötíu þúsund hektara skóg- og kjarrlendi hafi orðið eldunum að bráð. Slökkviliðsmönnum tókst að slökkva síðustu eldana við bæinn Savinao í austur-Galasíu í morgun. Eldar hafa kviknað á fjölmörgum stöðum í Galasíu og hafa orðið fjórum að bana. Hitastig hefur lækkað síðustu daga og rignt lítillega og það hefur hjálpað um átta þúsund slökkviliðsmönnum við slökkvistarfið. Brennuvargar eru sagðir hafa kveikt flesta eldanna og eru þrjátíu menn í haldi lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×