Innlent

Vinstri hreyfingin grænt vill rannsókn á hönnun Kárahnjúkavirkjunnar

Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs tekur undir kröfu Náttúruverndar Íslands um að hrint verði af stað óháðri og gagnsærri rannsókn á þeirri áhættu sem tekin er með byggingu Kárahnjúkavirkjunnar áður en byrjað verði að safna vatni í Hálslón.

Í yfirlýsingu frá flokknum segir að flokkurinn hafi frá upphafi haldið því fram að mat á umhverfisáhrifum virkjunarinna sé ábótavant að ýmsu leiti. Eins segir að undirbúningur og rannsóknir í aðdraganda framkvæmdanna hafi sömuleiðis verið áfátt. Styður flokkurinn því kröfu Náttúruverndar Íslands um að kanna skuli ótryggan berggrunn undir stíflu- og lónsstæðinu. Þingflokkurinn segist hafa áður tekið undir varnarorð sérfræðinga sem bent hafa á áhættunni sem er samfara byggingu virkjunarinnar svo sem staðarvali og hönnun hennar og krafist þess á síðasta ári að nýtt og óháð áhættumat væri unnið.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×