Innlent

Bensínverð lækkaði um eina krónu

Bensínorkan lækkaði bensínverð um eina krónu og sextíu aura á lítrann í morgun. Að sögn talsmanns félagsins var þetta gert vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði og þrátt fyrir að dollarinn hafi aðeins hækkað gagnvart krónunni. Lítrinn hjá Orkunni kostar nú 127og70 í sjálfsafgreiðslu. Atlantsolía fylgdi í kjölfarið og lækkaði um tvær krónur, niður í 127 og 40, og um krónu til viðbótar fyrir lykilhafa. Ekki hefur enn heyrst frá stóru olíufélögunum þremur. ---



Fleiri fréttir

Sjá meira


×