Innlent

Lýst eftir strokufanga

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Hilmari Ragnarssyni 43 ára, sem strauk frá Litla-Hrauni síðastliðinn þriðjudag. Hilmar er dökkhærður og grannvaxinn og var klæddur í dökka úlpu, dökkar buxur og ljósa skó.

Lögregla leitar enn annars fangans sem strauk úr læknisheimsókn á þriðjudag

Fangarnir tveir voru vistaðir hvor í sínu fangelsinu en struku báðir á þriðjudaginn síðastliðinn. Annar fanganna var vistaður í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg en strauk á leið til tannlæknis. Hann fannst þó seinna á þriðjudagskvöldið á Akranesi. Hinn fanginn, Hilmar Ragnarsson, var vistaður á Litla-Hrauni fyrir rán, en strauk út um klósettglugga þegar hann var færður til læknis og er enn ófundinn.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Hilmars eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1102.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×