Lífið

Sálin komin á kreik

Sálin heldur áfram að gleðja aðdáendur sínar um helgina og spilar í Keflavík og Njarðvík.
Sálin heldur áfram að gleðja aðdáendur sínar um helgina og spilar í Keflavík og Njarðvík.

Sálin hans Jóns míns er komin á kreik aftur, eftir sjö mánaða orlof.

Um nýliðna helgi fór sveitin í raun hringferð um landið. Þá flugu Sálverjar til Akureyrar á föstudegi, héldu þar tvenna tónleika, þaðan á Norðfjörð og flugu loks aftur til Reykjavíkur í bítið á mánudaginn.

Greinilegt var að áhangendur voru orðnir Sálarþyrstir, því hvarvetna var leikið fyrir sneisafullu húsi. Um helgina heldur sveitin sig öllu nær heimahögum og treður upp á Players föstudagskvöld og í Stapanum Njarðvík laugardagskvöld. Þessum síðsumartúr lýkur formlega í Laugardalshöll 15. september, en þá slá Sálverjar upp stórtónleikum með fulltingi Gospelkórs Reykjavíkur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×