Innlent

Glóandi skúlptúr í byggingu

Mynd/Eggert Jóhannsson

Jörgen Hansen, danskur leirlistamaður stendur nú í stórræðum nærri Norrænahúsinu en hann er að byggja glóandi leirskúlptúr. Skúlptúrinn, sem á að byggjast á fjórtán dögum, á að verða þriggja metra hár og mun vega fjögur tonn.

Fólk getur fylgst með byggingu skúlptúrsins næstu daga því hann verður allur byggður og brenndur á staðnum en eldurinn sem brennur inni í eldvörðum skúlptúrnum er sýnilegur áhorfendum. Hátindur uppfærslunnar er svo á Menningarnótt en þá verður glóandi skúlptúrinn afhjúpaður.

Jörgen hefur með sér átta aðstoðarmenn sem eru frá Íslandi, Danmörku, Nýja Sjálandi og Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×