Lífið

Mark Webber á Íslandi

Dagurinn hjá Mark hefst með heimsókn á Barnaspítala Hringsins þar sem Mark mun m.a. gefa leikföng í boði Hagkaupa sem að börnin á spítalanum hafa sérstaklega óskað eftir.
Dagurinn hjá Mark hefst með heimsókn á Barnaspítala Hringsins þar sem Mark mun m.a. gefa leikföng í boði Hagkaupa sem að börnin á spítalanum hafa sérstaklega óskað eftir.
Ökuþórinn Mark Webber frá Williams Formúlu1 liðinu verður á Íslandi á vegum Baugs Group föstudaginn 11.ágúst.

Dagurinn hefst með heimsókn á Barnaspítala Hringsins þar sem Mark mun m.a. gefa leikföng í boði Hagkaupa sem að börnin á spítalanum hafa sérstaklega óskað eftir. Í tilefni af útgáfu Senu á nýjum Formula One 2007 Playstation leik verður æsispennandi keppni í Hagkaup í Smáralind kl.10:30 þar sem að Mark etur kappi við fimm heppna þáttakendur og eru vegleg verðlaun í boði Hagkaupa og Senu.

Aðalviðburður dagsins hefst kl.12 í Vetrargarðinum í Smáralind, en það er æsispennandi "Pit Stop" liðakeppni, þar sem að sex 12 manna lið keppa í að skipta um dekk á Williams Formula 1 bíl á sem stystum tíma. Vinningsliðið fær ferð á Formúlu 1 keppni í Tyrklandi 26-27.ágúst. Tæplega 500 lið skráðu sig til keppni og voru 6 lið dregin út í beinni útsendingu strax að lokinni Formúlu 1 keppni í Ungverjalandi síðastliðinn sunnudag. Þetta er í fyrsta skipti sem að svona keppni er haldin á Íslandi og er bíllinn og útbúnaður til dekkjaskipta sérfluttur til landsins fyrir keppnina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×