Innlent

Fá ráðgjöf til að komast hjá skatti

Ríkisskattstjóri segir það færast í aukana að fjármálafyrirtæki ráðleggi fólki hvernig það geti komist hjá því að greiða skatta. Ráðgjöfin sem slík sé ekki ólögleg en þeir sem eftir henni fari geti gerst brotlegir við lög.

Sífellt flóknari og viðameiri mál þar sem eign Íslendinga í erlendum félögum spilar stóran þátt hafa verið að koma inn á borð ríkisskattstjóra. Ríkisskattstjóri fullyrðir að einstaklingar noti félögin til að leyna hlutum fyrir skattayfirvöldum hér á landi. Indriði H. Þorláksson, ríkisskattstjóri, segir ljóst að sífellt fleiri eru að fara með fjármagn úr landi til að komast hjá því að greiða skatt.

Indriði segist vita til þess að innlendir aðilar séu að ráðleggja fólki um hvernig sé best að standa að þessum málum. Hann er hins vegar ófáanlegur til að gefa upp hvaða íslensku aðilar hafa veitt slíka þjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×