Innlent

Óperutónleikar í boði BM Vallár

BM Vallá ætlar að bjóða Reykvíkingum upp á óperutónleika á Menningarnótt 2006 í tilefni 60 ára afmælis fyrirtækisins.

Óperutónleikarnir verða á Miklatúni á Menningarnótt 2006 þar sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun spila ásamt nokkrum af þekktustu einsöngvurum Íslands.

Einsöngvararnir eru þau Arndís Halla Ásgeirsdóttir, Kolbeinn Ketilsson, Kristinn Sigmundsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Sigríður Aðalsteinsdóttir. Þau munu syngja með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem spilar undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.

Vigdís Finnbogadóttir er verndari tóleikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×