Innlent

Kópavogskirkjugarður vígður á morgun

Fyrstu hlutar Kópavogskirkjugarðs verða vígðir á morgun, fimmtudag. Teknir verða í notkun tveir reitir, einn kistugrafreitur og einn duftreitur. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, mun ávarpa viðstadda og Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands mun vígja garðinn. Duftker Guðmundar Helgasonar málarameistara verður jarðsett, en hann verður vökumaður garðsins. Athöfnin fer fram við sáluhliðið í Kópavogskirkjugarði og hefst klukkan ellefu á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×