Innlent

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sakað um aðgerðaleysi

Mynd/AP
Fulltrúi Arababandalagsins sakaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag um að standa aðgerðalaust hjá á meðan átökin í Líbanon kyntu undir hatri og öfgum í Miðausturlöndum. Sorglegt væri að horfa upp á ráðið lamað og ófært um að stöðva blóðbaðið sem væri daglegt brauð varnarlausra Líbana. Ísraelsher felldi fjórtán þorpsbúa í suðurhluta Líbanon í dag á meðan samningamenn deildu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um orðalag ályktunar til að binda endi á ofbeldið. Nú síðdegis kom til harðra bardaga á landi í Suður-Líbanon með þeim afleiðingum að hisbolla skæruliðar felldu fjóra ísraelska hermenn. Í borginni Tírus eru flóttamenn innilokaðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×