Innlent

Fékk reykeitrun við störf á vettvangi

Mynd/Vísir

Einn lögreglumaður þurfti að leggjast inn á sjúkrahús vegna reykeitrunar sem hann fékk við störf á vettvangi þegar eldur kviknaði í Síldarverksmiðjunni á Akranesi síðastliðinn föstudag. Hann er enn óvinnufær vegna eitrunarinnar. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða en málið er í rannsókn og miðar henni vel. Vikan var annars annasöm hjá lögreglunni á Akranesi. Hún þurfti sjö sinnum að hafa afskipti af fólki vegna ölvunar í liðinni viku, þar af þurfti að vista sama manninn tvisvar sinnum með um sólarhrings millibili í fangageymslum sökum ölvunar. Auk þess voru þrír ökumenn teknir vegna gruns um ölvun við akstur en alls voru um 40 mál sem tengdust umferðinni í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×