Innlent

Fannst á Skeiðarársandi

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, tók þátt í leitinni ásamt um 200 leitarmönnum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, tók þátt í leitinni ásamt um 200 leitarmönnum. Mynd/Anton Brink

Maðurinn, sem leitað var að í Skaftafelli frá því á hádegi í gær, fannst klukkan átta í morgun á Skeiðarársandi. Hann var þreyttur og hrakinn, en heill á húfi, þegar björgunarsvietarmenn á fjórhjólum óku fram á hann. Hann var ekki vel búin til útivistar, en rigning var á leitarsvæðinu í nótt. Hátt í 200 leitarmenn tóku þátt í leitinni ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og sporhundum, en leitin var strax blásin af. Ekki liggur fyrir hvers vegna maðurinn yfirgaf tjaldstæðið við þjónustumiðstöðina í fyrrinótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×