Lífið

Blómlegur fataiðnaður á Akureyri

Ókeypis aðgangur verður að Iðnaðarsafninu sunnudaginn 6. ágúst.
Ókeypis aðgangur verður að Iðnaðarsafninu sunnudaginn 6. ágúst.

Hvað framleiddi Skinnaverksmiðja Iðunnar? Hvernig litu mokkajakkar Skinnu út? Var virkilega hægt að framleiða fallega skó á Akureyri? Hvaða fyrirtæki unnu að framleiðslu fatnaðar á Akureyri á 20. öldinni? Svör við þessu fást á Iðnaðarsafninu á Akureyri, en þar hefur verið opnuð sérstök sumarsýning um fataiðnaðinn á Akureyri. Sýningunni er ætlað að vekja athygli á blómlegu tímabili framleiðslu á sviði hráefnis fyrir fataiðnaðinn og klæðagerðar á síðustu öld í Iðnaðarbænum Akureyri. Á sýningunni gefst færi á að líta margs konar sýnishorn afraksturs fyrirtækjanna og myndir af starfsmönnum í dagsins önn.

Af þessu tilefni verður ókeypis aðgangur að Iðnaðarsafninu sunnudaginn 6. ágúst. Iðnaðarsafnið er opið alla daga í sumar frá 13-17

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×