Innlent

Tíu ár frá því að Ólafur Ragnar var kjörinn forseti

Mynd/Hrönn Axelsdóttir

Í dag eru tíu ár síðan Ólafur Ragnar Grímsson tók formlega við embætti forseta Íslands. Það má segja að hver merkisdagurinn reki hvorn annan í þessari viku hjá forsetanum því í gær fékk Dorrit Mousaieff forsætisfrú íslenskan ríkisborgararétt.

Ólafur bauð sig fyrst fram til embætti forseta Íslands árið 1996 og fékk þá 41,4% atkvæða. Minnst var fylgi við hann í Reykjavík 36,7% en mesta fylgi fékk hann í Vestfjarðkjördæmi 50,4% atkvæða. Hann var svo sjálfkjörinn árið 2000 en þá bauð sig enginn á móti honum. Þegar kjörtímabil forseta rann út árið 2004 buðu sig tveir fram á móti honum, Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon. Þá hlaut Ólafur 85,6% atkvæða, Baldur 12,5% og Ástþór 1,9% atkvæða. í Blaðinu í dag lýsir forsetinn því yfir að hann hafi ekki gert það upp við sig hvort hann muni bjóða sig fram í fjórða sinn þegar kjörtímabili hans lýkur árið 2008. Hann segir að reynslan, til að mynda við fráfall Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur fyrri eiginkonu hans, hafi kennt honum að gera ekki áætlanir alltof langt fram í tímann. Ásgeir Ásgerisson og Vigdís Finnbogadóttir hafa setið lengst allra á forsetastóli, Ásgeir frá 1952-1968 og Vigdís frá 1980 þar til Ólafur tók við embætti árið 1996. Ólafur giftist síðar Dorrit Moussaieff á sextugsafmæli sínu 14. maí 2003. Hann eignaðist tvær dætur með Guðrúnu Katrínu, tvíburasysturnar Döllu og Guðrúnu Tinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×