Lífið

Vann afnot af bifreið í ár

Aftari röð frá vinstri: Guðrún Soffía Björnsdóttir markaðsstjóri Lýsingar, Rúnar Bridde sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni ehf. og Sævar Bjarnason, yfirmaður einstaklingssviðs.

Fremri röð frá vinstrii: Ólöf Erna Gísladóttir, Jón Pétur Gíslason, Erna Marteinsdóttir vinningshafi og Gísli Björgvinsson.
Aftari röð frá vinstri: Guðrún Soffía Björnsdóttir markaðsstjóri Lýsingar, Rúnar Bridde sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni ehf. og Sævar Bjarnason, yfirmaður einstaklingssviðs. Fremri röð frá vinstrii: Ólöf Erna Gísladóttir, Jón Pétur Gíslason, Erna Marteinsdóttir vinningshafi og Gísli Björgvinsson.

Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar í ár var opnaður nýr vefur 1. júní, www.lysing.is. Þá efndi Lýsing til vefleiks þar sem notendur vefjarins gátu giskað á hversu mörgum árum fyrirtækið fagnar. Tæplega fimm þúsund manns tóku þátt í leiknum sem telst afar gott og voru mjög margir með rétt svar.

Því var Erna Marteinsdóttir einstaklega heppin þegar hún var dregin út sem vinningshafi leiksins en vinningurin var ekki af verri endanum, afnot af 2 milljón króna bifreið í eitt ár.

Rúnar Bridde sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni ehf. afhenti Ernu og eiginmanni hennar, Gísla Björgvinssyni, lyklana að bifreiðinni sem er af gerðinni Subaru Legacy. Guðrún S. Björnsdóttir, markaðsstjóri Lýsingar, og Sævar Bjarnason, yfirmaður einstaklingssviðs, þökkuðu hjónunum þátttökuna í leiknum og óskuðu þeim velfarnaðar í umferðinni.

Lýsing óskar Ernu innilega til hamingju með vinninginn og þakkar um leið öllum sem tóku þátt í vefleiknum á www.lysing.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×