Lífið

Hreinlæti fyrr og nú

Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir 6. kvöldvöku sinni í sumar í Laufási fimmtudagskvöldið 3. ágúst kl 20:30 til heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili.
Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir 6. kvöldvöku sinni í sumar í Laufási fimmtudagskvöldið 3. ágúst kl 20:30 til heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili.

Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir 6. kvöldvöku sinni í sumar í Laufási fimmtudagskvöldið 3. ágúst kl 20:30 til heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili. Að þessu sinnu fjallar hún um hreinlæti fyrr og nú.

Eitt af því sem erlendum ferðamönnum á 19. öld fannst framandi á Íslandi var hreinlæti eða öllu heldur skortur á hreinlæti. Í byrjun 20. aldar skrifuðu málsmetandi menn eins Halldór Laxnes og Steingrímur Matthíasson greinar um vandamál óhreinlætis í íslensku þjóðfélagi.

Hvað var það einkum sem fór fyrir brjóstið á þessum mönnum? Hvernig var persónulegu hreinlæti fólks háttað? Í erindinu mun Haraldur fjalla um hreinlæti Íslendinga á 19. öld eins og það birtist fyrrnefndum mönnum, skáldinu og lækninum, en einnig hvernig það birtist þjóðháttafræðingnum Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili. Þá mun hann einnig bera það saman við heimildir þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands.

Haraldur Þór Egilsson er sagnfræðingur að mennt og starfar sem safnkennari á Minjasafninu á Akureyri. Opið er á fimmtudagskvöldum í sumar til 22 í Gamla bænum í Laufási og í veitingasalnum í Gamla prestshúsinu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×