Erlent

Leiðtogar funda í Róm

Condoleezza Rice kemur til fundarins í Róm.
Condoleezza Rice kemur til fundarins í Róm. Mynd/AP

Fundur utanríkisráðherra helstu ríkja og fulltrúa alþjóðsamtaka um átökin í Líbanon hófst í Róm á Ítalíu í morgun. Þar verður rætt um hvernig hægt verði að stilla til friðar milli Ísraela og skæruliða Hizbollah og hvernig hægt verði að flytja hjálpargögn til þjáðra á átakasvæðinu. Frakkar lýstu því yfir í morgun að þeir ætluðu að leggja fram fyrsta uppkast af ályktun um vopnahlé í Líbanon sem hægt yrði að leggja fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Einnig er gert ráð fyrir að Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, kynni tillögu um alþjóðlegt herlið sem yrði sent til Suður-Líbanon. Það eru fulltrúar átján ríkja og alþjóðasamtaka sem sitja fundinn í dag en fulltrúar frá Ísrael, Íran og Sýrlandi sækja hann ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×