Innlent

Óperuhúsi ekki frestað

Kópavogsbær hyggur á niðurskurð sem nemur um hálfum milljarði króna til að stemma stigu við þenslu í efnahagslífinu. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að byggingu óperuhúss verði ekki frestað þrátt fyrir bæjarstjórn hafi ákveðið á dögunum að skera niður um hálfan milljarð króna vegna þenslu. Í staðinn verði skorið niður í gatnagerð og nýbyggingum og viðhaldi. Listunnendur þurfi hins vegar ekki að örvænta.

Ríkisstjórnin beindi þeim tilmælum til sveitarfélagana að skera niður og hægja á framkvæmdum vegna þenslu í efnahagslífinu. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að fresta byggingu tónlistarhússins og Reykjanesbær hefur sett ýmsar framkæmdir á ís þar til stöðugleiki næst á ný. Gunnar segir að Kópavogsbær muni einnig leggja sitt af mörkum en óperuhúsið, það muni rísa óhikað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×