Innlent

Franskur maður lést í vinnuslysi

Hellisheiðarvirkjun. Mynd úr myndasafni.
Hellisheiðarvirkjun. Mynd úr myndasafni. Mynd/Vilhelm

Franskur maður á fimmtugsaldri lést og annar slasaðist lítillega í vinnuslysi við Hellisheiðarvirkjun um klukkan hálf níu í morgun. Á heimasíðu lögreglunnar segir að mennirnir hafi verið að vinna við tengivirki á virkjanasvæðinu. Annar stóð á vörubretti framan á gafli lyftara í um sjö til níu metra hæð. Maðurinn hafi beðið stjórnanda lyftarans að færa lyftarann til. Þá hafi jarðvegur undir lyftaranum sigið með þeim afleiðingum að lyftarinn valt á hliðina og maðurinn sem stóð á vörubrettinu féll til jarðar og hlaut alvarlega höfuðáverka sem leiddu hann til dauða. Stjórnandi lyftarans var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins ásamt Vinnueftirliti ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×