Lífið

Siggi Stormur í Galtalæk

Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur veðurfréttamaður á NFS verður heiðursgestur fjölskylduhátíðarinnar í Galtalæk sem fram fer um Verslunarmannahelgina. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi heiður fellur í skaut veðurfréttamanni.

"Já ég hef ákveðið að slá til og taka boði mótshaldara og skella mér í Galtalæk um Verslunarmannahelgina" sagði Sigurður þegar hann þáði boðið. "Sjálfsagt mun þetta leiða til þess að veðrið mun verða öllu betra við Heklurætur en venjulega en það verður bara að koma í ljós.

"Ég spái allavega fantagóðri dagskrá og ljómandi veðri." bætti Sigurður við.

"Við erum að vonast til þess að með því að bjóða Sigga Stormi að vera heiðursgestur hátíðarinnar þá náum við að tryggja okkur besta veðrið.

Það eru fáir með jafn svakalegt tak á veðrinu og Siggi og þótt maður leitaði út fyrir landsteinana þá er óvíst að annar eins hæfileikamaður fengist til verksins", sagði Hermann Gunnarsson en eins og tilkynnt hefur verið þá er það Sumargleðin, Hemmi Gunn og félagar sem munu leiða hátíðarhöldin í Galtalæk í sumar! "Já það má segja að þetta sé hreinlega guðsgjöf. Því það er ekki vitað til þess að það hafi nokkurntíma fokið í Sigurð" sagði Hemmi heiðskýr að vanda.

Concert ehf stjórnar tónlistardagskrá í Galtalæk og kynningarvinnu í kringum hátíðina fyrir IOGT



 

 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×