Innlent

Tæplega 2.000 gestir á Þórbergssetur

Mynd/Vísir

Hátt á annað þúsund gestir hafa komið á Þórbergssetur á bænum Hala í Hornafirði í þær tæpu þjár vikur sem safnið hefur verið opið. Safnið var opnað í byrjun þessa mánaðar en það er tileinkað Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi. Fréttavefurinn Horn punktur is greinir frá því að flestir gestanna séu Íslendingar og margir þeirra þaullesnir í Þórbergi. Þá hafa bækur hans rokið út eins en forstöðumaður safnsins, Þorbjörg Arnórsdóttir, segist verða vör við aukinn áhuga á Þórbergi og verkum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×