Umsóknarfrestur að renna út 5. júlí 2006 11:45 MYND/ Hjalti Jakobsson Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves vilja minna á að umsóknarfrestur fyrir innlendar hljómsveitir og listamenn sem vilja koma fram á hátíðinni í ár rennur út næstkomandi mánudag, þann 10. júlí. Þegar hafa yfir 150 umsóknir borist og búist er við að mikill fjöldi skili sér núna síðustu dagana fyrir umsóknarfrest. Líkt og undanfarin ár munu yfir 100 íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2006. Meðal þeirra rúmlega 30 flytjenda sem komu í fyrsta sinn fram á Airwaves í fyrra má nefna Benna Hemm Hemm, Mammút og Jakobínarínu - sem vakið hafa verðskuldaða athygli innanlands sem utan á síðustu misserum. Áfram er stefnt að því að bjóða upp á gott úrval af hljómsveitum og listamönnum sem ekki hafa áður komið fram á hátíðinni. Ungar og upprennandi sveitir - jafnt sem reynslumeiri jálkar - eru hvattir til að senda inn umsókn. Framkvæmd hátíðarinnar er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Til að sækja um að koma fram á Iceland Airwaves 2006 þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icelandairwaves.com sem finna má undir liðnum 'Industry', fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgigögnum. Þau gögn sem fylgja skulu umsókn eru a) diskur með tónlist b) diskur með upplýsingatexta um flytjanda ásamt mynd. Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Hr. Örlygur vill leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma. Þeir sem áður hafa sótt um að spila á Airwaves verða að fara í gegnum umsóknarferlið á nýjan leik - sem og þeir sem að undanförnu hafa sent inn tónlist og erindi um að fá að koma fram á hátíðinni. Bein slóð á eyðublaðið og frekari leiðbeiningar er: http://www.icelandairwaves.com/page.asp?pageID=58 Umsækjendum verður svarað eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en 1. september. Það eru starfsmenn Hr. Örlygs - þeir Árni Einar Birgisson, Egill Tómasson, Eldar Ástþórsson og Þorsteinn Stephensen - sem fara yfir umsóknirnar og taka síðan ákvörðun um hverjir koma fram á Iceland Airwaves 2006 en þeim til aðstoðar er óformleg ráðgjafanefnd úr tónlistarbransanum. -- Lífið Menning Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves vilja minna á að umsóknarfrestur fyrir innlendar hljómsveitir og listamenn sem vilja koma fram á hátíðinni í ár rennur út næstkomandi mánudag, þann 10. júlí. Þegar hafa yfir 150 umsóknir borist og búist er við að mikill fjöldi skili sér núna síðustu dagana fyrir umsóknarfrest. Líkt og undanfarin ár munu yfir 100 íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2006. Meðal þeirra rúmlega 30 flytjenda sem komu í fyrsta sinn fram á Airwaves í fyrra má nefna Benna Hemm Hemm, Mammút og Jakobínarínu - sem vakið hafa verðskuldaða athygli innanlands sem utan á síðustu misserum. Áfram er stefnt að því að bjóða upp á gott úrval af hljómsveitum og listamönnum sem ekki hafa áður komið fram á hátíðinni. Ungar og upprennandi sveitir - jafnt sem reynslumeiri jálkar - eru hvattir til að senda inn umsókn. Framkvæmd hátíðarinnar er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Til að sækja um að koma fram á Iceland Airwaves 2006 þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icelandairwaves.com sem finna má undir liðnum 'Industry', fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgigögnum. Þau gögn sem fylgja skulu umsókn eru a) diskur með tónlist b) diskur með upplýsingatexta um flytjanda ásamt mynd. Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Hr. Örlygur vill leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma. Þeir sem áður hafa sótt um að spila á Airwaves verða að fara í gegnum umsóknarferlið á nýjan leik - sem og þeir sem að undanförnu hafa sent inn tónlist og erindi um að fá að koma fram á hátíðinni. Bein slóð á eyðublaðið og frekari leiðbeiningar er: http://www.icelandairwaves.com/page.asp?pageID=58 Umsækjendum verður svarað eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en 1. september. Það eru starfsmenn Hr. Örlygs - þeir Árni Einar Birgisson, Egill Tómasson, Eldar Ástþórsson og Þorsteinn Stephensen - sem fara yfir umsóknirnar og taka síðan ákvörðun um hverjir koma fram á Iceland Airwaves 2006 en þeim til aðstoðar er óformleg ráðgjafanefnd úr tónlistarbransanum. --
Lífið Menning Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira