Ólafur hættur - Arnar og Bjarki taka við 30. júní 2006 15:04 Ólafur Þórðarson hefur stýrt Skagamönnum síðan árið 1999 Mynd/Valli Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Yfirlýsing frá Rekstrarfélagi meistara- og 2. flokks Knattspyrnufélags ÍAStjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA og Ólafur Þórðarson hafa komist að samkomulagi þess efnis að Ólafur hætti þjálfun liðsins sem hann hefur gert með góðum árangri frá árinu 1999. Stjórn rekstrarfélagsins vill þakka Ólafi kærlega fyrir farsælt og óeigingjarnt starf fyrir félagið og hefur hann sýnt það í verki á undanförnum árum að hann ber ávallt hag félagsins fyrir brjósti.Það er von stjórnar félagsins að þær breytingar sem nú verða muni leiða til þess að liðið nái þeim styrk og getu sem í því býr. Stjórnin skorar nú á alla leikmenn, stuðningsmenn og velunnara liðsins að aðstoða okkur í þeirri grimmilegu baráttu sem framundan er. Oft hefur verið þörf en nú er algjör nauðsyn.Stjórn félagsins hefur fengið þá Arnar og Bjarki Gunnlaugssyni til að taka við þjálfun liðsins til loka móts og munu þeir taka við því starfi frá og með deginum í dag.Stjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA vill að endingu þakka Ólafi enn og aftur fyrir sitt framlag fyrir félagið um leið og það óskar þeim bræðrum alls hins besta við stjórnun liðsins. Yfirlýsing frá Ólafi ÞórðarsyniAð vel íhuguðu máli hef ég hef tekið ákvörðun um að segja starfi mínu lausu sem þjálfari meistaraflokks ÍA og er hún gerð í fullu samráði og sátt við stjórn félagsins. Þetta geri ég með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og vil ég með þessari ákvörðun axla mína ábyrgð á gengi liðsins í sumar.Jafnframt skora ég á leikmenn liðsins að axla sína ábyrgð og rífa sig upp úr þeirri deyfð sem hvílt hefur á liðinu í sumar, því ég veit að í liðinu býr miklu meiri geta en það hefur náð að sýna. Einnig hvet ég alla stuðningsmenn liðsins til að flykkjast á bakvið liðið og styrkja það í þeirri erfiðu baráttu sem framundan er.Ég vil þakka leikmönnum, stjórn og öllum þeim sem hafa komið að liðinu á undanförnum árum fyrir gott samstarf og síðast en ekki síst öllum þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem hafa stutt diggilega við bakið á liðinu fyrir þeirra framlag.Að lokum vil ég óska Knattspyrnufélgi ÍA alls hins besta í framtíðinni og vonast til þess að þessar breytingar verði til þess að félagið haldi áfram að vera stórveldi í íslenskri knattspyrnu.Fótboltakveðja Ólafur Þórðarson Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Innlent Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Sjá meira
Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Yfirlýsing frá Rekstrarfélagi meistara- og 2. flokks Knattspyrnufélags ÍAStjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA og Ólafur Þórðarson hafa komist að samkomulagi þess efnis að Ólafur hætti þjálfun liðsins sem hann hefur gert með góðum árangri frá árinu 1999. Stjórn rekstrarfélagsins vill þakka Ólafi kærlega fyrir farsælt og óeigingjarnt starf fyrir félagið og hefur hann sýnt það í verki á undanförnum árum að hann ber ávallt hag félagsins fyrir brjósti.Það er von stjórnar félagsins að þær breytingar sem nú verða muni leiða til þess að liðið nái þeim styrk og getu sem í því býr. Stjórnin skorar nú á alla leikmenn, stuðningsmenn og velunnara liðsins að aðstoða okkur í þeirri grimmilegu baráttu sem framundan er. Oft hefur verið þörf en nú er algjör nauðsyn.Stjórn félagsins hefur fengið þá Arnar og Bjarki Gunnlaugssyni til að taka við þjálfun liðsins til loka móts og munu þeir taka við því starfi frá og með deginum í dag.Stjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA vill að endingu þakka Ólafi enn og aftur fyrir sitt framlag fyrir félagið um leið og það óskar þeim bræðrum alls hins besta við stjórnun liðsins. Yfirlýsing frá Ólafi ÞórðarsyniAð vel íhuguðu máli hef ég hef tekið ákvörðun um að segja starfi mínu lausu sem þjálfari meistaraflokks ÍA og er hún gerð í fullu samráði og sátt við stjórn félagsins. Þetta geri ég með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og vil ég með þessari ákvörðun axla mína ábyrgð á gengi liðsins í sumar.Jafnframt skora ég á leikmenn liðsins að axla sína ábyrgð og rífa sig upp úr þeirri deyfð sem hvílt hefur á liðinu í sumar, því ég veit að í liðinu býr miklu meiri geta en það hefur náð að sýna. Einnig hvet ég alla stuðningsmenn liðsins til að flykkjast á bakvið liðið og styrkja það í þeirri erfiðu baráttu sem framundan er.Ég vil þakka leikmönnum, stjórn og öllum þeim sem hafa komið að liðinu á undanförnum árum fyrir gott samstarf og síðast en ekki síst öllum þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem hafa stutt diggilega við bakið á liðinu fyrir þeirra framlag.Að lokum vil ég óska Knattspyrnufélgi ÍA alls hins besta í framtíðinni og vonast til þess að þessar breytingar verði til þess að félagið haldi áfram að vera stórveldi í íslenskri knattspyrnu.Fótboltakveðja Ólafur Þórðarson
Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Innlent Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Sjá meira