Heil hljóðbók ókeypis á netinu 27. júní 2006 13:45 Steinunn Sigurðardóttir hreif lesendur upp úr skónum með skáldsögunni Sólskinshestur um síðustu jól. Nú kemur þessi metsölubók í senn út í kilju og sem net-hljóðbók í lestri höfundar sjálfs og verður þessi netgerð boðin öllum kostnaðarlaust til niðurhals af vefsíðunni edda.is næstu vikurnar. Það er í fyrsta sinn sem slík net-bók er gefin út óstytt hér á landi. Fagnað verður þessari tvöföldu útgáfu með Steinunnarkvöldi í Iðusal í Lækjargötu í Reykjavík fimmtudaginn 29. júní kl. 20.00. Hallgrímur Thorsteinsson, fjölmiðlamaðurinn góðkunni, og Ásdís Kvaran lesa ljóð Steinunnar og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur spjallar um verk hennar. Steinunn les úr Sólskinshesti auk þess sem hún flytur framhald af þjóðhátíðarljóðinu "Einu-sinni-var-landið" sem fjallkonan Tinna Hrafnsdóttir flutti á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. Aðgangur og ókeypis og er öllum heimill svo lengi sem húsrúm leyfir. Útgáfa Sólskinshests sem net-hljóðbók eru tíðindi í íslenskri útgáfusögu. Í fyrsta sinn hérlendis er almenningi boðið að sækja sér heila bók í lestri höfundar á netinu á mp3 sniði. Útgáfa á hljóðbókum á þessu sniði er mjög að sækja í sig veðrið á alþjóðavísu og Edda útgáfa og Steinunn Sigurðardóttir ríða á vaðið hérlendis og bjóða aðgang að bókinni gjaldfrítt fyrstu vikurnar. Öruggt er að þeir mörgu sem eiga hljóðsmala fyrir mp3-skrár munu fagna þessu framtaki. Sólskinshestur hlaut stórkostlegar viðtökur gagnrýnenda og bókakaupenda þegar hún kom út í fyrrahaust. Skapti Þ. Halldórsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins, sagði um bókina "Sumar bækur hitta beint í hjartastað. Sólskinshestur er af þeirri náttúru." Úlfhildur Dagsdóttir sagði á bokmenntir.is: "Sólskinshestur er frábærlega falleg bók, áhrifarík og býður lesanda upp á háskalega og heillandi tilfinningalega rússibanaferð." Útgefendur Steinunnar í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi hafa þegar tryggt sér útgáfuréttinn á Sólskinshesti og standa þýðingar bókarinnar yfir á þessi tungumál fyrir dyrum. Rowohlt, útgefandi Steinunnar í Þýskalandi, gaf nýlega út Ástin fiskanna á þýsku og hefur hún fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda. Gagnrýnandi NDR, Norðurþýska útvarpsins, sagði að Steinunn Sigurðardóttir "segði frá af einstakri ástríðu og ákefð", en það stafaði ekki af því að í bókinni væri ástini "lýst í skærum og ágengum litum. Ástin fiskanna er stutt og lítil bók sem er einmitt áhrifarík vegna þess hvað hún er stutt." Útbreiddasta kvennatímarit Þýskalands, Brigitte, sagði bókina "eina voldugustu varnarræðu fyrir ástina sem samin hefur verið." Og svissneska stórblaðið Neue Zürcher Zeitung sagði: "Þetta er bók sem maður vill leggja jafnt konum sem körlum að hjarta - að minnsta kosti öllum þeim sem brjóta heilann um leynardóma hins kynsins og gefast ekki upp við að komast til botns í þeim." Lífið Menning Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Steinunn Sigurðardóttir hreif lesendur upp úr skónum með skáldsögunni Sólskinshestur um síðustu jól. Nú kemur þessi metsölubók í senn út í kilju og sem net-hljóðbók í lestri höfundar sjálfs og verður þessi netgerð boðin öllum kostnaðarlaust til niðurhals af vefsíðunni edda.is næstu vikurnar. Það er í fyrsta sinn sem slík net-bók er gefin út óstytt hér á landi. Fagnað verður þessari tvöföldu útgáfu með Steinunnarkvöldi í Iðusal í Lækjargötu í Reykjavík fimmtudaginn 29. júní kl. 20.00. Hallgrímur Thorsteinsson, fjölmiðlamaðurinn góðkunni, og Ásdís Kvaran lesa ljóð Steinunnar og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur spjallar um verk hennar. Steinunn les úr Sólskinshesti auk þess sem hún flytur framhald af þjóðhátíðarljóðinu "Einu-sinni-var-landið" sem fjallkonan Tinna Hrafnsdóttir flutti á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. Aðgangur og ókeypis og er öllum heimill svo lengi sem húsrúm leyfir. Útgáfa Sólskinshests sem net-hljóðbók eru tíðindi í íslenskri útgáfusögu. Í fyrsta sinn hérlendis er almenningi boðið að sækja sér heila bók í lestri höfundar á netinu á mp3 sniði. Útgáfa á hljóðbókum á þessu sniði er mjög að sækja í sig veðrið á alþjóðavísu og Edda útgáfa og Steinunn Sigurðardóttir ríða á vaðið hérlendis og bjóða aðgang að bókinni gjaldfrítt fyrstu vikurnar. Öruggt er að þeir mörgu sem eiga hljóðsmala fyrir mp3-skrár munu fagna þessu framtaki. Sólskinshestur hlaut stórkostlegar viðtökur gagnrýnenda og bókakaupenda þegar hún kom út í fyrrahaust. Skapti Þ. Halldórsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins, sagði um bókina "Sumar bækur hitta beint í hjartastað. Sólskinshestur er af þeirri náttúru." Úlfhildur Dagsdóttir sagði á bokmenntir.is: "Sólskinshestur er frábærlega falleg bók, áhrifarík og býður lesanda upp á háskalega og heillandi tilfinningalega rússibanaferð." Útgefendur Steinunnar í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi hafa þegar tryggt sér útgáfuréttinn á Sólskinshesti og standa þýðingar bókarinnar yfir á þessi tungumál fyrir dyrum. Rowohlt, útgefandi Steinunnar í Þýskalandi, gaf nýlega út Ástin fiskanna á þýsku og hefur hún fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda. Gagnrýnandi NDR, Norðurþýska útvarpsins, sagði að Steinunn Sigurðardóttir "segði frá af einstakri ástríðu og ákefð", en það stafaði ekki af því að í bókinni væri ástini "lýst í skærum og ágengum litum. Ástin fiskanna er stutt og lítil bók sem er einmitt áhrifarík vegna þess hvað hún er stutt." Útbreiddasta kvennatímarit Þýskalands, Brigitte, sagði bókina "eina voldugustu varnarræðu fyrir ástina sem samin hefur verið." Og svissneska stórblaðið Neue Zürcher Zeitung sagði: "Þetta er bók sem maður vill leggja jafnt konum sem körlum að hjarta - að minnsta kosti öllum þeim sem brjóta heilann um leynardóma hins kynsins og gefast ekki upp við að komast til botns í þeim."
Lífið Menning Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira