Lífið

Mezzoforte á Akureyri í kvöld

Loksins fá Akureyringar og nærsveitungar tækifæri til að hlýða á hina eitursnjöllu hljómsveit Mezzoforte en sveitin mun leika á einum tónleikum á Græna Hattinum í kvöld. kl. 21

Mezzoforte hefur verið á tónleikaferðalagi um heiminn að undanförnu. Kom sá og sigraði í Indónesíu, á Norðurlöndum, Þýskalandi, Búlgaríu, Rúmeníu og í Sviss. Næstu daga heldur sveitin til Ungverjalands þar sem leikið verður í tveimur borgum.

En nú er röðin komin að Akureyri. Þessi frábæra sveit, sem inniheldur sem fyrr listamennina Eyþór Gunnarsson, Jóhann Ásmundsson og Gulla Briem, hefur fengið til liðs við sig mikla meistara, þá Óskar Guðjónsson á saxafón, Sebastian Studnitzky á hljómborð og trompet, og gítarleikarann Bruno Muller. Sveitin hefur sjaldan verið þéttari eins og gestir tónlistarhátíðarinnar Rite of Spring fengu m.a. að reyna í apríl á Nasa.

Framundan er svo áframhaldandi tónleikahald víða um heim. Þeir munu leika á Jazzhátíð á Egilsstöðum 24. júní, á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn um miðjan júlí sem og á Ólafsvöku í Færeyjum í lok júlí. Því næst er ferðinni heitið til Úkraínu, síðar Japan og Kína í haust og vetur en sveitin nýtur ómældra vinsælda í Asíu.

Miðasala vegna tónleikanna á Græna hattinum fer fram á midi.is og í verslunum skífunnar um allt land. Miðaverð er aðeins 2000 kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×