Lífið

Ljósalagið 2006

Hafin er leitin að lagi og texta til að taka þátt í sönglagakeppninni Ljósalagið, sem haldin er í Reykjanesbæ ár hvert. Sigurlag keppninnar verður notað sem einkennislag fyrir Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar,sem haldin er fyrstu helgina í september. Leitað er að góðu dægurlagi sem þarf ekki endilega að hafa einhverja skírskotun í Ljósanótt. Yfirumsjón með framkvæmd verður í höndum Geimsteins og stefnt er að útgáfu geisladisks með sigurlögunum.

Vegleg verðlaun í boði

1. verðlaun kr. 400.000

2. verðlaun kr. 150.000

3. verðlaun kr. 100.000

Verkinu skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa, Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ fyrir 1. júlí 2006, merkt Ljósalag. Laginu skal skilað undir dulnefni á geisladiski eða hljómsnældu og jafnframt íslenskum texta á blaði. Rétt nafn skal fylgja með í lokuðu umslagi.

Nánari upplýsingar: menningarfulltrui@reykjanesbaer.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×