Innlent

Og Vodafone forgangsraðar gögnum um Netið

Ný þjónusta sem Og Vodafone hefur tekið í gagnið gerir það að verkum að viðskiptavinir geta síður átt von á því að verða fyrir truflunum þegar þeir vafra um netið. Vefsíðum, póstþjónustu og gögnum vegna fjarvinnutenginga er forgangsraðað þannig að fólk verður minna vart við bilanir og aðrar truflanir á netinu.

Gísli Þorsteinsson er upplýsingafulltrúi Og Vodafone. „Um 70% allrar netumferðar er til og frá útlöndum. Við höfum aukið bandvídd okkar reglulega en álagið hefur engu síður verið nokkuð. Nú hefur okkur hins vegar tekist að draga verulega úr álagi og tryggja enn betri umferð um Netið með því að forgangsraða gögnum. Við getum til dæmis tryggt forgang á ýmiss konar þjónustu sem er sérstaklega viðkvæm fyrir truflunum, svo sem VoIP . Þá er VefTV í sérstökum forgangi hjá okkur og þess vegna geta notendur erlendis vænst sömu gæða og notendur sem eru staddir hér á landi,"

Hann segir að þjónustan hafi gengið afar vel frá því að hún var tekin í notkun og viðbrögð viðskiptavina lofi góðu fyrir framhaldið. „Sem dæmi má nefna að bilanir á FARICE sæstrengnum hafa lítil sem engin áhrif haft á viðskiptavini okkar frá því að við fórum að forgangsraða gögnum. Þá hefur notkun á VefTV frá útlöndum stóraukist," segir Gísli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×