Lífið

Iceland Airwaves á Distortion festival

Iceland Airwaves á Distortion festival - í Kaupmannahöfn föstudaginn 2. júní á Vega.

Tónlistarhátíðin Distortion er nú um helgina haldin í áttunda sinn á samtals 27 skemmtistöðum og klúbbum víðsvegar um Kaupmannahöfn. Búist er við að um 6.000 manns sæki hátíðina, sem hófst á miðvikudaginn og lýkur sunnudagskvöld.

Föstudagskvöldið 2. júní mun Iceland Airwaves sjá um sérstakan viðburð á hátíðinni, Airwaves partý á Vega, þar sem Hairdoctor og plötusnúðarnir Jack Schidt (aka Margeir) og Alfons X koma fram ásamt hinum innlendu Who Made Who og plötusnúðunum Jessica og Yebo frá plötutútgáfunni Crunchy Frog, sem var með sérstakt kvöld á Airwaves hátíðinni í fyrra.

Tilgangurinn með Airwaves partýinu á Distortion festival er fyrst og fremst kynna Iceland Airwaves fyrir Kaupmannahafnarbúum - en einnig að efla tengslin við danska blaðamenn og fólk úr tónlistarbransanum. Skipuleggjendur Distortion komu á Iceland Airwaves hátíðina í fyrra og upplifðu að eigin sögn eina af betri tónlistarreynslum lífs síns. Í framahaldinu buðu þeir Hr. Örlygi skipuleggjanda Iceland Airwaves að sjá um sérstakan viðburð á Distortion hátíðinni í ár og afraksturinn er þetta Airwaves partý á skemmtistaðnum Vega.

Meðal annara samstarfsaðila Distortion hátíðarinnar eru Kaupmannahafnarborg, Politiken, The Copenhagen post, Institut français, tónlistartímaritið Soundvenue og lífstílsritið Vice. Útrás Iceland Airwaves á Distortion hátíðina er gerð möguleg með aðstoð Icelandair. Frekari upplýsingar um Distortion Festival: http://www.cphdistortion.dk








Fleiri fréttir

Sjá meira


×