Dallas jafnaði gegn Phoenix 27. maí 2006 03:53 Dirk Nowitzki og Josh Howard skoruðu samanlagt 59 stig fyrir Dallas í nótt og halda nú til Arizona með það fyrir augum að bæta upp fyrir tap á heimavelli í fyrsta leiknum NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks náði að rétta sinn hlut í öðrum leik úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns 105-98 á heimavelli sínum og hafa liðin því unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu. Dirk Nowitzki fór fyrir sínum mönnum á lokasprettinum í nótt, en það var umfram allt bættur varnarleikur heimamanna sem tryggði þeim sigurinn. Josh Howard, sem meiddist á fæti í upphafi síðasta leiks, var nokkuð óvænt í liði Dallas í nótt og skoraði 29 stig og hirti 7 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig og hirti 14 fráköst og Jason Terry skoraði 18 stig. Hetja Phoenix í fyrsta leiknum, Boris Diaw, var aftur frábær í nótt og skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst, Tim Thomas skoraði 20 stig, Shawn Marion skoraði 19 stig og hirti 19 fráköst og Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta var í þriðja sinn í röð í úrslitakeppninni sem Phoenix tapar leik tvö í einvígi og raunar í tíunda skipti í síðustu ellefu rimmum liðsins í úrslitakeppni sem leikur tvö tapast. Phoenix vinnur sjaldan leiki þar sem liðið nær ekki að skora yfir 100 stig og því hefur ekki tekist að skora yfir 100 stig í leik tvö í úrslitakeppninni í ár. Phoenix var yfir þegar liðin hófu leik í fjórða leikhluta, en varnarleikur Dallas í lokaleikhlutanum tryggði sigurinn. Avery Johnson gerði breytingar á byrjunarliði sínu til að reyna að halda í við sprækt lið Phoenix og var framherjinn Keith Van Horn í byrjunarliði Dallas í kvöld. Miðherjinn DeSagana Diop spilaði með grímu eftir að hafa nefbrotnað í sjöunda leiknum við San Antonio, en henti grímunni fljótlega af sér. Hann hirti 11 fráköst í leiknum. Brasilíumaðurinn Leandro Barbosa var í byrjunarliði Phoenix í fjarveru Raja Bell sem er meiddur. Barbosa náði sér alls ekki á strik og klikkaði á 12 af 15 skotum sínum í leiknum. Phoenix notaði aðeins 7 leikmenn í nótt og allir byrjunarliðsmennirnir léku í það minnsta 38 mínútur. Næsti leikur þessara liða verður háður í Phoenix á sunnudagskvöldið og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn, en það verður nánar auglýst hér á Vísi um helgina. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Dallas Mavericks náði að rétta sinn hlut í öðrum leik úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns 105-98 á heimavelli sínum og hafa liðin því unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu. Dirk Nowitzki fór fyrir sínum mönnum á lokasprettinum í nótt, en það var umfram allt bættur varnarleikur heimamanna sem tryggði þeim sigurinn. Josh Howard, sem meiddist á fæti í upphafi síðasta leiks, var nokkuð óvænt í liði Dallas í nótt og skoraði 29 stig og hirti 7 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig og hirti 14 fráköst og Jason Terry skoraði 18 stig. Hetja Phoenix í fyrsta leiknum, Boris Diaw, var aftur frábær í nótt og skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst, Tim Thomas skoraði 20 stig, Shawn Marion skoraði 19 stig og hirti 19 fráköst og Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta var í þriðja sinn í röð í úrslitakeppninni sem Phoenix tapar leik tvö í einvígi og raunar í tíunda skipti í síðustu ellefu rimmum liðsins í úrslitakeppni sem leikur tvö tapast. Phoenix vinnur sjaldan leiki þar sem liðið nær ekki að skora yfir 100 stig og því hefur ekki tekist að skora yfir 100 stig í leik tvö í úrslitakeppninni í ár. Phoenix var yfir þegar liðin hófu leik í fjórða leikhluta, en varnarleikur Dallas í lokaleikhlutanum tryggði sigurinn. Avery Johnson gerði breytingar á byrjunarliði sínu til að reyna að halda í við sprækt lið Phoenix og var framherjinn Keith Van Horn í byrjunarliði Dallas í kvöld. Miðherjinn DeSagana Diop spilaði með grímu eftir að hafa nefbrotnað í sjöunda leiknum við San Antonio, en henti grímunni fljótlega af sér. Hann hirti 11 fráköst í leiknum. Brasilíumaðurinn Leandro Barbosa var í byrjunarliði Phoenix í fjarveru Raja Bell sem er meiddur. Barbosa náði sér alls ekki á strik og klikkaði á 12 af 15 skotum sínum í leiknum. Phoenix notaði aðeins 7 leikmenn í nótt og allir byrjunarliðsmennirnir léku í það minnsta 38 mínútur. Næsti leikur þessara liða verður háður í Phoenix á sunnudagskvöldið og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn, en það verður nánar auglýst hér á Vísi um helgina.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira