Detroit jafnaði gegn Miami 26. maí 2006 04:30 Chauncey Billups keyrir hér upp að körfu Miami án þess að Gary Payton komi vörnum við AFP Detroit Pistons jafnaði metin í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í nótt með 92-88 sigri á Miami Heat á heimavelli sínum í Auburn Hills. Staðan í einvíginu er því orðin 1-1 og fara næstu tveir leikir fram í Miami. Heimamenn mættu mun grimmari til leiks í öðrum leiknum og var sigur liðsins öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Öfugt við fyrsta leikinn, voru það heimamenn sem tóku strax öll völd frá fyrstu mínútunni og staðan að loknum fyrsta leikhluta var 25-12 Detroit í vil. Þeir Shaquille O´Neal og Dwayne Wade héldu uppteknum hætti í liði Miami og léku vel, en í þetta sinn fengu þeir ekki sömu hjálpina frá meðspilurum sínum. Detroit var 10 stigum yfir þegar 2:41 var eftir af leiknum, en Miami skoraði 17 stig á síðustu 1:46 mínútu leiksins og lagaði stöðuna. Leikmenn Detroit voru ekki að spila sinn besta leik frekar en í síðustu leikjum í úrslitakeppninni, en framlag byrjunarliðsmanna liðsins nægði þeim til sigurs í þetta sinn. Tayshaun Prince skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 22 stig, Chauncey Billups skoraði 18 stig og Rasheed Wallace setti 16 stig. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami, Shaquille O´Neal var með 21 stig og 12 fráköst og Antoine Walker skoraði 11 stig. "Þeir komu hingað með það markmið að stela einum leik og það tókst hjá þeim. Nú er það sama uppi á teningnum hjá okkur, við verðum að fara niður til Miami og vinna í það minnsta einn leik," sagði Chauncey Billups, leikmaður Detroit. Áhorfendur voru þegar farnir að týnast út úr höllinni í nótt þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og sigur heimamanna virtist öruggur, en ótrúlegur endasprettur Miami hleypti nokkrum titringi í lið Detroit og gerði leikinn áhugaverðan á ný í nokkur andartök. "Það er ekki hægt að spila þannig að maður sé að verja forskotið. Það getur verið stórhættulegt," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við ætlum að beita þessari leikaðferð frá fyrstu mínútu í næsta leik," sagði Pat Riley, þjálfari Miami glottandi, þegar hann var spurður út í áhlaup Miami í lokin. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Detroit Pistons jafnaði metin í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í nótt með 92-88 sigri á Miami Heat á heimavelli sínum í Auburn Hills. Staðan í einvíginu er því orðin 1-1 og fara næstu tveir leikir fram í Miami. Heimamenn mættu mun grimmari til leiks í öðrum leiknum og var sigur liðsins öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Öfugt við fyrsta leikinn, voru það heimamenn sem tóku strax öll völd frá fyrstu mínútunni og staðan að loknum fyrsta leikhluta var 25-12 Detroit í vil. Þeir Shaquille O´Neal og Dwayne Wade héldu uppteknum hætti í liði Miami og léku vel, en í þetta sinn fengu þeir ekki sömu hjálpina frá meðspilurum sínum. Detroit var 10 stigum yfir þegar 2:41 var eftir af leiknum, en Miami skoraði 17 stig á síðustu 1:46 mínútu leiksins og lagaði stöðuna. Leikmenn Detroit voru ekki að spila sinn besta leik frekar en í síðustu leikjum í úrslitakeppninni, en framlag byrjunarliðsmanna liðsins nægði þeim til sigurs í þetta sinn. Tayshaun Prince skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 22 stig, Chauncey Billups skoraði 18 stig og Rasheed Wallace setti 16 stig. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami, Shaquille O´Neal var með 21 stig og 12 fráköst og Antoine Walker skoraði 11 stig. "Þeir komu hingað með það markmið að stela einum leik og það tókst hjá þeim. Nú er það sama uppi á teningnum hjá okkur, við verðum að fara niður til Miami og vinna í það minnsta einn leik," sagði Chauncey Billups, leikmaður Detroit. Áhorfendur voru þegar farnir að týnast út úr höllinni í nótt þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og sigur heimamanna virtist öruggur, en ótrúlegur endasprettur Miami hleypti nokkrum titringi í lið Detroit og gerði leikinn áhugaverðan á ný í nokkur andartök. "Það er ekki hægt að spila þannig að maður sé að verja forskotið. Það getur verið stórhættulegt," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við ætlum að beita þessari leikaðferð frá fyrstu mínútu í næsta leik," sagði Pat Riley, þjálfari Miami glottandi, þegar hann var spurður út í áhlaup Miami í lokin.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira