Lífið

Stjórnmálamenn gáfu blóð

Og Vodafone og Blóðbankinn hafa ýtt úr vör nýrri herferð sem miðar að því að hvetja fólk til þess að gerast reglulegir blóðgjafar. Herferðin var formlega hleypt af stokkunum í húsakynnum Blóðbankans í morgun, mánudaginn 22. maí, en þar var fulltrúum úr framboðum stjórnmálaflokkanna í Reykjavík fyrir bæjar- og sveitastjórnarkosningar boðið að gefa blóð. Þar klæddust fulltrúar flokkanna skikkjum sem einkenna nýjustu auglýsingaherferð Og Vodafone og Blóðbankans.

Um níu þúsund manns gefa blóð reglulega en Blóðbankinn þarf fleiri til þess að geta brugðist við alvarlegum slysum, náttúruhamförum eða öðru neyðarástandi. Á næstu dögum verða birtar auglýsingar í dagsblöðum þar sem fólk er hvatt til þess að gerast reglulegir blóðgjafar. Í auglýsingunum er vakin athygli á þeim hvunndagshetjum sem láta gott af sér leiða með því að mæta í Blóðbankann og gefa blóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×