Stefnumót við engil 18. maí 2006 17:40 Ungversku englarnir voru öllu prúðbúnari en Troma skríllinn. Það vantar ekki lífið í tuskurnar hérna í Cannes en samt er það altalað í hópi þeirra sem hafa komið hingað árum saman að þessi hátíð sé óvenju róleg. Það segir sína sögu að ég fékk strax borð á besta ítalska staðnum í bænum í hádeginu. Enginn getur samt áttað sig á því hvað það er sem er bogið við þetta í ár en fólk hefur sammælst um að skella skuldinni á Ron Howard sem er engu að síður hvers manns hugljúfi. Þar fyrir utan dettur svo sem engum til hugar að kvarta yfir þessu þar sem þessi stemning hefur þau áhrif að það gefst tími til að draga andann á milli funda, bíósýninga og viðtala. Maður finnur mest fyrir þessu í bakgarði Grand Hotel en þar var standandi partí öll kvöld með tilheyrandi látum fram eftir nóttu. Howard hefur þó ekkert með Grand partíin að gera og fáum blandast hugur um að rólegheitin þar megi skýra með því að Íslendingagengið sem keyrði fjörið áfram í fyrra er ekki á staðnum í ár. Troma liðið hans Lloyd Kaufman lætur sig hins vegar ekki vanta og fer hamförum fyrir framan hátíðarhöllina tvisvar á dag. Þetta lið er svo tjúllað að maður trúir ekki öðru en að það sé útúrdópað en skemmtileg eru þau það verður ekki af þeim tekið. Lloyd sjálfur er ekki kominn en krakkarnir hans sjá alveg um þetta og spóka sig ýmist hálf nakin eða klædd eins Sid Vicious á vondum degi. Mjög töff. Troma strákunum finnst löngu tímabært að gera víkingamynd og það var lítið mál að selja þeim Egils sögu og ég er ekki frá því að handritsvinnan hafi byrjað strax í nótt eftir að Egill var kynntur til leiks sem brjálaður víkingur sem hefði tekið sig til og ælt upp í leiðinlegan Svía og plokkað úr honum annað augað til þess að lyfta annars fúlu patríi á hærra plan. Þetta steinliggur. Hitti þrjá engla á förnum vegi. Þær eru frá Búdapest og notuðu ásjónu sína til þess að vekja athygli á ungversku myndinni The Real Santa. Buðu mér í bíó og partí. Það getur allt gerst á Cannesjum verst samt að það eru þrjár bíósýningar og tvö partí á sama tíma. Cannes Lífið Menning Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Sjá meira
Það vantar ekki lífið í tuskurnar hérna í Cannes en samt er það altalað í hópi þeirra sem hafa komið hingað árum saman að þessi hátíð sé óvenju róleg. Það segir sína sögu að ég fékk strax borð á besta ítalska staðnum í bænum í hádeginu. Enginn getur samt áttað sig á því hvað það er sem er bogið við þetta í ár en fólk hefur sammælst um að skella skuldinni á Ron Howard sem er engu að síður hvers manns hugljúfi. Þar fyrir utan dettur svo sem engum til hugar að kvarta yfir þessu þar sem þessi stemning hefur þau áhrif að það gefst tími til að draga andann á milli funda, bíósýninga og viðtala. Maður finnur mest fyrir þessu í bakgarði Grand Hotel en þar var standandi partí öll kvöld með tilheyrandi látum fram eftir nóttu. Howard hefur þó ekkert með Grand partíin að gera og fáum blandast hugur um að rólegheitin þar megi skýra með því að Íslendingagengið sem keyrði fjörið áfram í fyrra er ekki á staðnum í ár. Troma liðið hans Lloyd Kaufman lætur sig hins vegar ekki vanta og fer hamförum fyrir framan hátíðarhöllina tvisvar á dag. Þetta lið er svo tjúllað að maður trúir ekki öðru en að það sé útúrdópað en skemmtileg eru þau það verður ekki af þeim tekið. Lloyd sjálfur er ekki kominn en krakkarnir hans sjá alveg um þetta og spóka sig ýmist hálf nakin eða klædd eins Sid Vicious á vondum degi. Mjög töff. Troma strákunum finnst löngu tímabært að gera víkingamynd og það var lítið mál að selja þeim Egils sögu og ég er ekki frá því að handritsvinnan hafi byrjað strax í nótt eftir að Egill var kynntur til leiks sem brjálaður víkingur sem hefði tekið sig til og ælt upp í leiðinlegan Svía og plokkað úr honum annað augað til þess að lyfta annars fúlu patríi á hærra plan. Þetta steinliggur. Hitti þrjá engla á förnum vegi. Þær eru frá Búdapest og notuðu ásjónu sína til þess að vekja athygli á ungversku myndinni The Real Santa. Buðu mér í bíó og partí. Það getur allt gerst á Cannesjum verst samt að það eru þrjár bíósýningar og tvö partí á sama tíma.
Cannes Lífið Menning Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning