Cleveland að takast hið ómögulega? 18. maí 2006 08:00 Cleveland er komið yfir 3-2 gegn Detroit sem er staða sem engan óraði fyrir áður en einvígið hófst NordicPhotos/GettyImages Cleveland Cavaliers sendi körfuboltasérfræðingum um allan heim langt nef í gær þegar liðið lagði Detroit Pistons 86-84 á útivelli og vann þar með sinn þriðja leik í röð í einvíginu. Cleveland getur nú klárað dæmið á heimavelli í næsta leik, en úrslit gærkvöldsins eru líklega einhver þau óvæntustu í áraraðir. Nákvæmlega enginn spáði Cleveland sigri fyrir einvígið og hölluðust flestir að því að Detroit tapaði í mesta lagi einum leik á leið sinni í úrslit Austurdeildarinnar. Ekki urðu yfirburðir Detroit í fyrstu tveimur leikjunum til að draga úr þessum spádómum. Hvort það er fyrir frábæra frammistöðu Cleveland, vanmat Detroit-liðsins eða hvort tveggja skal ósagt látið, en eins og áður sagði eru þetta einhver óvæntustu tíðindi í úrslitakeppni NBA í fjölda ára. Það var sem fyrr undrabarnið LeBron James sem fór fyrir liði Cleveland og skoraði hann 32 stig í leiknum í gær, Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig, hirti 10 fráköst og varði 6 skot og Donyell Marshall skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Tayshaun Prince skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 17 stig og Rip Hamilton skoraði 15 stig. Næsti leikur fer fram í Cleveland og þar geta heimamenn stimplað sig fast inn í sögubækur með sigri. "Þeir léku vel og LeBron James var ótrúlegur að venju, en við verðum að hverfa aftur til þess sem við vorum að gera í allan vetur og reyna að bjarga andlitinu," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við höfum áður lent í þessari stöðu og vitum fullvel hvað þetta lið getur gert. Við erum samt alls ekki að leyfa okkur að hugsa um leik sjö, því ef við höldum ekki haus og vinnum næsta leik, verður enginn leikur sjö til að tala um," sagði Chauncey Billups hjá Detroit, fór af velli með sex villur í lokin og það kann að hafa kostað lið Detroit sigurinn. Næsti leikur fer fram í Cleveland á föstudagskvöld og fastlega má gera ráð fyrir því að íslenskir körfuboltaaðdáendur fái að sjá hann á skjánum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Cleveland Cavaliers sendi körfuboltasérfræðingum um allan heim langt nef í gær þegar liðið lagði Detroit Pistons 86-84 á útivelli og vann þar með sinn þriðja leik í röð í einvíginu. Cleveland getur nú klárað dæmið á heimavelli í næsta leik, en úrslit gærkvöldsins eru líklega einhver þau óvæntustu í áraraðir. Nákvæmlega enginn spáði Cleveland sigri fyrir einvígið og hölluðust flestir að því að Detroit tapaði í mesta lagi einum leik á leið sinni í úrslit Austurdeildarinnar. Ekki urðu yfirburðir Detroit í fyrstu tveimur leikjunum til að draga úr þessum spádómum. Hvort það er fyrir frábæra frammistöðu Cleveland, vanmat Detroit-liðsins eða hvort tveggja skal ósagt látið, en eins og áður sagði eru þetta einhver óvæntustu tíðindi í úrslitakeppni NBA í fjölda ára. Það var sem fyrr undrabarnið LeBron James sem fór fyrir liði Cleveland og skoraði hann 32 stig í leiknum í gær, Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig, hirti 10 fráköst og varði 6 skot og Donyell Marshall skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Tayshaun Prince skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 17 stig og Rip Hamilton skoraði 15 stig. Næsti leikur fer fram í Cleveland og þar geta heimamenn stimplað sig fast inn í sögubækur með sigri. "Þeir léku vel og LeBron James var ótrúlegur að venju, en við verðum að hverfa aftur til þess sem við vorum að gera í allan vetur og reyna að bjarga andlitinu," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við höfum áður lent í þessari stöðu og vitum fullvel hvað þetta lið getur gert. Við erum samt alls ekki að leyfa okkur að hugsa um leik sjö, því ef við höldum ekki haus og vinnum næsta leik, verður enginn leikur sjö til að tala um," sagði Chauncey Billups hjá Detroit, fór af velli með sex villur í lokin og það kann að hafa kostað lið Detroit sigurinn. Næsti leikur fer fram í Cleveland á föstudagskvöld og fastlega má gera ráð fyrir því að íslenskir körfuboltaaðdáendur fái að sjá hann á skjánum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti