Fylgi hrynur af Framsóknarflokknum á Akureyri en Vinstri grænir nánast tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, samkvæmt þeim, sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sjáflstæðisflokkurinn héldi sínum fjórum bæjarfulltrúum. Samfylkingin er orðin næst stærsti flokkurinn og fengi þrjá menn í bæjarstjórn en hefur nú einn. Vinstri gærnir fá tvöfalt meira fylgi en í kosningunum, og fengju þeir tvo fulltrúa í stað eins nú, Framsóknarflokkurinn er svo í fjórða sæti og tapaði tveimur af þremur fulltrúum sínum. Nýja framboðið, Framfylkingarflokkurinn fengi innan við tvö próset og engan mann. Samkvæmt þessu er núverandi meirihluti Framsóknarmanna og Sjálfstæðsimanna fallinn.
