Sam Cassell kláraði Phoenix 15. maí 2006 13:00 Sam Cassell tók málin í sínar hendur á lokasprettinum í nótt NordicPhotos/GettyImages Sam Cassell skoraði tvær stórar þriggja stiga körfur í lokin og tryggði LA Clippers mikilvægan sigur á Phoenix Suns í nótt 114-107, en staðan í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar er þar með orðin jöfn 2-2. Hinn 36 ára gamli Cassell hafði aðeins verið örfáar sekúndur inni á vellinum í fjórða leikhlutanum, en sá gamli hefur oft verið í þessari aðstöðu áður á ferlinum og ákvað að taka málin í sínar hendur í lokin. Cassell skoraði 18 af 28 stigum sínum í síðari hálfleik og hirti auk þess 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Elton Brand var ekki síðri í liði Clippers og skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Corey Maggette, sem var í byrjunarliðinu í stað Chris Kaman sem er meiddur, skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Raja Bell hjá Phoenix setti persónulegt met með 33 stigum, þar af 7 þriggja stiga körfum, Boris Diaw skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 15 stig og Shawn Marion skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Sam Cassell gat ekki annað en strítt fyrrum félaga sínum Steve Nash þegar hann var spurður hvernig Clippers-liðið hefði farið að því að halda aftur af Nash í síðari hálfleiknum, en Nash skoraði aðeins 8 stig í leiknum "Okkur tókst ágætlega að hemja nýliðann. Hann er erfiður viðureignar, en við vitum að lykillinn að því að halda Phoenix niðri er að reyna að stöðva nýliðann og það tókst í kvöld," sagði Cassell án þess að depla auga, en þegar hann talar um nýliða - er hann að tala um Steve Nash, sem hefur verið kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð. Sam Cassell var aðalleikstjórnandi Phoenix þegar Steve Nash kom til liðsins sem nýliði í upphafi ferils síns. "Ég kalla hann alltaf nýliðann. Hann var nýliðinn minn í Phoenix á sínum tíma og ég hef kallað hann það síðan," sagði Cassell án þess að glotta þegar hann svar spurður út í nafngiftina. Næsti leikur í þessu fjöruga einvígi fer fram í Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira
Sam Cassell skoraði tvær stórar þriggja stiga körfur í lokin og tryggði LA Clippers mikilvægan sigur á Phoenix Suns í nótt 114-107, en staðan í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar er þar með orðin jöfn 2-2. Hinn 36 ára gamli Cassell hafði aðeins verið örfáar sekúndur inni á vellinum í fjórða leikhlutanum, en sá gamli hefur oft verið í þessari aðstöðu áður á ferlinum og ákvað að taka málin í sínar hendur í lokin. Cassell skoraði 18 af 28 stigum sínum í síðari hálfleik og hirti auk þess 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Elton Brand var ekki síðri í liði Clippers og skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Corey Maggette, sem var í byrjunarliðinu í stað Chris Kaman sem er meiddur, skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Raja Bell hjá Phoenix setti persónulegt met með 33 stigum, þar af 7 þriggja stiga körfum, Boris Diaw skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 15 stig og Shawn Marion skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Sam Cassell gat ekki annað en strítt fyrrum félaga sínum Steve Nash þegar hann var spurður hvernig Clippers-liðið hefði farið að því að halda aftur af Nash í síðari hálfleiknum, en Nash skoraði aðeins 8 stig í leiknum "Okkur tókst ágætlega að hemja nýliðann. Hann er erfiður viðureignar, en við vitum að lykillinn að því að halda Phoenix niðri er að reyna að stöðva nýliðann og það tókst í kvöld," sagði Cassell án þess að depla auga, en þegar hann talar um nýliða - er hann að tala um Steve Nash, sem hefur verið kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð. Sam Cassell var aðalleikstjórnandi Phoenix þegar Steve Nash kom til liðsins sem nýliði í upphafi ferils síns. "Ég kalla hann alltaf nýliðann. Hann var nýliðinn minn í Phoenix á sínum tíma og ég hef kallað hann það síðan," sagði Cassell án þess að glotta þegar hann svar spurður út í nafngiftina. Næsti leikur í þessu fjöruga einvígi fer fram í Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira