Sam Cassell kláraði Phoenix 15. maí 2006 13:00 Sam Cassell tók málin í sínar hendur á lokasprettinum í nótt NordicPhotos/GettyImages Sam Cassell skoraði tvær stórar þriggja stiga körfur í lokin og tryggði LA Clippers mikilvægan sigur á Phoenix Suns í nótt 114-107, en staðan í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar er þar með orðin jöfn 2-2. Hinn 36 ára gamli Cassell hafði aðeins verið örfáar sekúndur inni á vellinum í fjórða leikhlutanum, en sá gamli hefur oft verið í þessari aðstöðu áður á ferlinum og ákvað að taka málin í sínar hendur í lokin. Cassell skoraði 18 af 28 stigum sínum í síðari hálfleik og hirti auk þess 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Elton Brand var ekki síðri í liði Clippers og skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Corey Maggette, sem var í byrjunarliðinu í stað Chris Kaman sem er meiddur, skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Raja Bell hjá Phoenix setti persónulegt met með 33 stigum, þar af 7 þriggja stiga körfum, Boris Diaw skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 15 stig og Shawn Marion skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Sam Cassell gat ekki annað en strítt fyrrum félaga sínum Steve Nash þegar hann var spurður hvernig Clippers-liðið hefði farið að því að halda aftur af Nash í síðari hálfleiknum, en Nash skoraði aðeins 8 stig í leiknum "Okkur tókst ágætlega að hemja nýliðann. Hann er erfiður viðureignar, en við vitum að lykillinn að því að halda Phoenix niðri er að reyna að stöðva nýliðann og það tókst í kvöld," sagði Cassell án þess að depla auga, en þegar hann talar um nýliða - er hann að tala um Steve Nash, sem hefur verið kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð. Sam Cassell var aðalleikstjórnandi Phoenix þegar Steve Nash kom til liðsins sem nýliði í upphafi ferils síns. "Ég kalla hann alltaf nýliðann. Hann var nýliðinn minn í Phoenix á sínum tíma og ég hef kallað hann það síðan," sagði Cassell án þess að glotta þegar hann svar spurður út í nafngiftina. Næsti leikur í þessu fjöruga einvígi fer fram í Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Sam Cassell skoraði tvær stórar þriggja stiga körfur í lokin og tryggði LA Clippers mikilvægan sigur á Phoenix Suns í nótt 114-107, en staðan í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar er þar með orðin jöfn 2-2. Hinn 36 ára gamli Cassell hafði aðeins verið örfáar sekúndur inni á vellinum í fjórða leikhlutanum, en sá gamli hefur oft verið í þessari aðstöðu áður á ferlinum og ákvað að taka málin í sínar hendur í lokin. Cassell skoraði 18 af 28 stigum sínum í síðari hálfleik og hirti auk þess 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Elton Brand var ekki síðri í liði Clippers og skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Corey Maggette, sem var í byrjunarliðinu í stað Chris Kaman sem er meiddur, skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Raja Bell hjá Phoenix setti persónulegt met með 33 stigum, þar af 7 þriggja stiga körfum, Boris Diaw skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 15 stig og Shawn Marion skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Sam Cassell gat ekki annað en strítt fyrrum félaga sínum Steve Nash þegar hann var spurður hvernig Clippers-liðið hefði farið að því að halda aftur af Nash í síðari hálfleiknum, en Nash skoraði aðeins 8 stig í leiknum "Okkur tókst ágætlega að hemja nýliðann. Hann er erfiður viðureignar, en við vitum að lykillinn að því að halda Phoenix niðri er að reyna að stöðva nýliðann og það tókst í kvöld," sagði Cassell án þess að depla auga, en þegar hann talar um nýliða - er hann að tala um Steve Nash, sem hefur verið kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð. Sam Cassell var aðalleikstjórnandi Phoenix þegar Steve Nash kom til liðsins sem nýliði í upphafi ferils síns. "Ég kalla hann alltaf nýliðann. Hann var nýliðinn minn í Phoenix á sínum tíma og ég hef kallað hann það síðan," sagði Cassell án þess að glotta þegar hann svar spurður út í nafngiftina. Næsti leikur í þessu fjöruga einvígi fer fram í Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki