Frumsýning í Íslensku óperunni 12. maí 2006 15:38 Söngleikurinn Litla hryllingsbúðin hefur heldur betur slegið í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar að undanförnu. Sýningin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og metaðsókn. Einnig hefur tónlistin með lögum úr sýningunni hljómað á öldum ljósvakans og ættu flestir að vera farnir að þekkja smelli eins og „Gemmér" í flutningi Andreu Gylfadóttur ásamt fleiri lögum úr sýningunni. Sýningum á Akureyri lauk fyrir síðustu helgi og í kjölfarið var sviðsmyndinni og öllu tilheyrandi pakkað saman og flutt suður yfir heiðar og komið fyrir í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti. Hápunktur flutninganna var þegar að plantan, Auður II kom í hús á miðvikudaginn. Sviðsmynd sýningarinnar var hönnuð með það í huga að auðvelt væri að koma henni fyrir bæði á sviðinu í samkomuhúsinu á Akureyri og sviði Óperunnar. Litla hryllingsbúðin var síðast sýnd í Íslensku óperunni árið 1984 og muna eflaust margir eftir Ladda sem sló í gegn í hlutverki tannlæknisins ógnvænlega. Það eru sömu leikarar sem fara með hlutverkin í sýningunni fyrir norðan og sunnan en sýningin opnar í Óperunni laugardaginn 13. maí og er áætlað að sýna út júní. Sýningin er sett upp af Leikfélagi Akureyrar í samstarfi við Íslensku óperuna en það er Landsvirkjun sem kemur að kostun sýningarinnar í Óperunni. Aðrir samstarfsaðilar eru Norðurorka, KEA Hótel, Olís og Flugfélag Íslands. Litla hryllingsbúðin segir frá erkilúðanum Baldri sem eyðir fábrotnum dögunum í blómabúðinni hans Markúsar. Hann lætur sig dreyma um ástir Auðar sem vinnur með honum í búðinni. Dag einn, rétt fyrir sólsetur uppgötvar Baldur undarlega plöntu sem hann nefnir Auði II í höfuðið á sinni heittelskuðu. Áður en langt um líður kemur í ljós að plantan hefur undarlega eiginleika og gríðalega matarlyst. Og hún vex og vex. Plantan vekur óskipta athygli og viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr. Inn í söguna blandast svo kærasti Auðar, tannlæknir með kvalalosta, og atburðarrásin tekur óvænta stefnu. Höfundar: Howard Ashman og Alan Menken Byggt á kvikmynd Roger Corman og handriti Charles GriffithLeikstjórn: Magnús Geir ÞórðarsonLeikmynd og búningar: Halla GunnarsdóttirListræn ráðgjöf: Snorri Freyr HilmarssonTónlistarstjórn: Kristján EdelsteinLýsing: Björn Bergsteinn GuðmundssonDanshöfundur: Ástrós GunnarsdóttirLeikarar: Andrea Gylfadóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þráinn Karlsson, Álfrún Helga Örnólfsdótir, Esther Talía Casey, Ardís Ólöf Víkingsdóttir og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. Upphaflega sviðsett af WPA leikhúsinu (framleiðandi: Kyle, Renick) Sýningin er sett upp af Leikfélagi Akureyrar í samstarfi við Íslensku óperuna. Allar nánari upplýsingar um sýningar á Litlu hryllingsbúðinni í Íslensku óperunni á www.opera.is Lífið Menning Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Söngleikurinn Litla hryllingsbúðin hefur heldur betur slegið í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar að undanförnu. Sýningin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og metaðsókn. Einnig hefur tónlistin með lögum úr sýningunni hljómað á öldum ljósvakans og ættu flestir að vera farnir að þekkja smelli eins og „Gemmér" í flutningi Andreu Gylfadóttur ásamt fleiri lögum úr sýningunni. Sýningum á Akureyri lauk fyrir síðustu helgi og í kjölfarið var sviðsmyndinni og öllu tilheyrandi pakkað saman og flutt suður yfir heiðar og komið fyrir í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti. Hápunktur flutninganna var þegar að plantan, Auður II kom í hús á miðvikudaginn. Sviðsmynd sýningarinnar var hönnuð með það í huga að auðvelt væri að koma henni fyrir bæði á sviðinu í samkomuhúsinu á Akureyri og sviði Óperunnar. Litla hryllingsbúðin var síðast sýnd í Íslensku óperunni árið 1984 og muna eflaust margir eftir Ladda sem sló í gegn í hlutverki tannlæknisins ógnvænlega. Það eru sömu leikarar sem fara með hlutverkin í sýningunni fyrir norðan og sunnan en sýningin opnar í Óperunni laugardaginn 13. maí og er áætlað að sýna út júní. Sýningin er sett upp af Leikfélagi Akureyrar í samstarfi við Íslensku óperuna en það er Landsvirkjun sem kemur að kostun sýningarinnar í Óperunni. Aðrir samstarfsaðilar eru Norðurorka, KEA Hótel, Olís og Flugfélag Íslands. Litla hryllingsbúðin segir frá erkilúðanum Baldri sem eyðir fábrotnum dögunum í blómabúðinni hans Markúsar. Hann lætur sig dreyma um ástir Auðar sem vinnur með honum í búðinni. Dag einn, rétt fyrir sólsetur uppgötvar Baldur undarlega plöntu sem hann nefnir Auði II í höfuðið á sinni heittelskuðu. Áður en langt um líður kemur í ljós að plantan hefur undarlega eiginleika og gríðalega matarlyst. Og hún vex og vex. Plantan vekur óskipta athygli og viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr. Inn í söguna blandast svo kærasti Auðar, tannlæknir með kvalalosta, og atburðarrásin tekur óvænta stefnu. Höfundar: Howard Ashman og Alan Menken Byggt á kvikmynd Roger Corman og handriti Charles GriffithLeikstjórn: Magnús Geir ÞórðarsonLeikmynd og búningar: Halla GunnarsdóttirListræn ráðgjöf: Snorri Freyr HilmarssonTónlistarstjórn: Kristján EdelsteinLýsing: Björn Bergsteinn GuðmundssonDanshöfundur: Ástrós GunnarsdóttirLeikarar: Andrea Gylfadóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þráinn Karlsson, Álfrún Helga Örnólfsdótir, Esther Talía Casey, Ardís Ólöf Víkingsdóttir og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. Upphaflega sviðsett af WPA leikhúsinu (framleiðandi: Kyle, Renick) Sýningin er sett upp af Leikfélagi Akureyrar í samstarfi við Íslensku óperuna. Allar nánari upplýsingar um sýningar á Litlu hryllingsbúðinni í Íslensku óperunni á www.opera.is
Lífið Menning Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira